Liverpool hættir við og biðst afsökunar

AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool tilkynnti rétt í þessu að það væri hætt við að nýta sér ríkisaðstoð breskra stjórnvalda til að greiða 80 prósent launa almennra starfsmanna sinna, og hefur jafnframt beðið stuðningsfólk sitt afsökunar.

Forráðamenn félagsins ætluðu að nýta sér aðstoðina til að greiða um 200 manns úr starfsliði sínu laun. Liverpool fékk á sig gríðarlega gagnrýni fyrir þessa ákvörðun sem nú hefur verið dregin til baka.

„Við teljum okkur hafa tekið ranga ákvörðun í síðustu viku þegar við tilkynntum að við ætluðum að nýta okkur ríkisaðstoðina til að greiða starfsfólki okkar laun vegna frestunarinnar á keppni í úrvalsdeildinni, og biðjumst innilega afsökunar á því,“ skrifaði Peter Moore framkvæmdastjóri Liverpool í opnu bréfi til stuðningsfólks félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert