Mun sinna sínum skyldum

Son Heung-Min
Son Heung-Min AFP

Tottenham Hotspur tilkynnti í kvöld að einn af lykilmönnum liðsins, Son Heung-min, muni ljúka snarpri herskyldu sinni í Suður-Kóreu áður en hann snýr aftur til Englands. Hann mun ekki missa af leik með Tottenham af þessum sökum. 

Son hafði áður komist hjá því að gegna herskyldu í 21 mánuð eftir að landsliðið vann til gullverðlauna á Asíuleikunum. Fyrir vikið er ætlast til þess að hann gegni herskyldu í fjórar vikur.

Nú er lag þar sem keppni liggur niðri í ensku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirunnar. Son var auk þess farinn til heimalandsins vegna handarbrots sem heldur honum frá ýmsum þeim æfingum sem liðsfélagarnir gera um þessar mundir.

Son mun snúa aftur til London í maí samkvæmt tilkynningunni frá Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert