Orðsporið farið í hundana

Það eru margir ósáttir með forráðamenn toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar þessa …
Það eru margir ósáttir með forráðamenn toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar þessa stundina. AFP

Piers Morgan, fjölmiðlamaður á Englandi, lét bandaríska eigendur enska knattspyrnufélagsins Liverpool heyra það duglega í morgunþætti sínum „Good Morning Britain“ sem var á dagskrá ITV í morgun. Morgan er ósáttur við þá ákvörðun félagsins að ætla að nýta sér ríkisaðstoð stjórnvalda til þess að greiða 80% launa almennra starfsmanna sinna.

Liverpool mun svo borga 20% af launum starfsmannanna sem eru allir komnir í leyfi frá störfum vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Liverpool skilaði 42 milljóna punda hagnaði á síðasta ári og því hefur ákvörðun forráðamenna Liverpool farið fyrir brjóstið á mörgum, þar með talið hörðustu stuðningsmönnum félagsins.

„Liverpool er knattspyrnufélag sem hefur byggt upp frábært orðspor á undanförnum árum undir stjórn Jürgens Klopps,“ sagði Morgan í þætti sínum í morgun. „Þeir unnu Meistaradeildina á síðustu leiktíð og fylltu marga stolti. Liðið hefur svo sýnt hversu megnugt það er á tímabilinu í ár og hér á áður áður elskuðu allir það sem félagið stóð fyrir.

Núna er orðspor félagsins farið í hundana því bandarísku billjónamæringarnir sem eiga félagið tóku fáránlega ákvörðun á fáránlegum tímum sem gæti kostað félagið allt það góða starf sem þar hefur verið unnið í gegnum tíðina,“ bætti Morgan við en margir fyrrverandi leikmenn liðsins hafa stigið fram að undanförnu og gagnrýnt stjórnina harðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert