Er ekki leikmaður fyrir Liverpool

Timo Werner hefur skorað grimmt með Leipzig.
Timo Werner hefur skorað grimmt með Leipzig. AFP

Þýski framherjinn Timo Werner hefur verið orðaður við stórliðin Liverpool og Bayern München en hann er nú leikmaður RB Leipzig. Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, segir hann hins vegar ekki rétta leikmanninn fyrir liðin tvö. 

„Ég held hann passi hvorki við leikstílinn hjá Liverpool né Bayern,“ sagði Hamann við Steilcast-hlaðvarpið. „Hvar ætti hann að spila hjá Liverpool? Þeir eru með Salah, Mané og Firmino og fyrir utan það passar hann ekki við liðið.

Svipað með Bayern. Liðið er með Lewandowski og þá þyrfti Werner að fara út á kant. Hann er ekki næstum því eins góður úti á kanti. Það kæmi mér á óvart ef hann færi til Bayern,“ sagði Hamann. 

Werner hefur skorað 71 mark í 118 deildarleikjum fyrir Leipzig og ellefu mörk í 29 landsleikjum fyrir Þýskaland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert