Furðulegasta atvikið í sögu ensku deildarinnar? (myndskeið)

Lee Bowyer er nú knattspyrnustjóri Charlton í B-deildinni.
Lee Bowyer er nú knattspyrnustjóri Charlton í B-deildinni. Ljósmynd/Heimasíða Charlton

Um síðustu helgi voru fimmtán ár síðan eitt af furðulegri atvikum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta átti sér stað. Liðfélagarnir Kieron Dyer og Lee Bowyer tóku upp á því að slást á vellinum. 

Dyer og Bowyer voru samherjar hjá Newcastle og var liðið að tapa á heimavelli gegn Aston Villa, 0:3. Mótlætið fór í skapið á miðjumönnunum sem tóku upp á því að slást á miðjum vellinum með þeim afleiðingum að þeir fengu báðir rautt spjald. 

Ekki er um einsdæmi að ræða hjá ensku liði því Graeme Le Saux og David Batty slógust á sínum tíma í útileik í Evrópukeppni félagsliða. Voru þeir liðsfélagar hjá Blackburn er liðið heimsótti Spartak Moskvu til Rússlands. 

Myndskeið af atvikunum má sjá hér fyrir neðan. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert