Lykilmennirnir búnir að jafna sig af meiðslum

Marcus Rashford og Paul Pogba.
Marcus Rashford og Paul Pogba. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að þeir Paul Pogba og Marcus Rashford verði báðir heilir heilsu og í leikstandi þegar enska úrvalsdeildin hefur göngu sína á ný.

Rashford varð fyrir bakmeiðslun í byrjun árs og hefði átt að vera frá út tímabilið og Pogba hefur ekkert spilað síðan í desember eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla. Fresta þurfti öllu mótahaldi vegna kórónuveirunnar í mars. Nú stendur til að hefja keppni aftur í júní og eru báðir leikmenn byrjaðir að æfa á fullu með liðinu.

„Þeir líta vel út, taka þátt á æfingum og geta gert allt það sama og hinir í hópnum,“ sagði Solskjær í viðtali við MUTV, sjónvarpsstöð félagsins. „Ég reikna með að allir verði heilir í hópnum þegar við getum byrjað aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert