Enski bikarinn verður spilaður í sumar

Manchester United sló út B-deildarlið Derby í keppninni í ár.
Manchester United sló út B-deildarlið Derby í keppninni í ár. AFP

Enska bikarkeppnin í knattspyrnu hefst aftur 27. og 28. júní og úrslitaleikurinn verður spilaður á Wembley 1. ágúst samkvæmt tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu í morgun. Kemur hún í kjölfar þess að ákveðið var að úrvalsdeildin hefji göngu sína á ný 17. júní.

16-liða úrslit bikarkeppninnar fóru fram í byrjun mars og áttu fjórðungsúrslitin að vera spiluð helgina 21. til 22. mars áður en gera þurfti hlé á öllu mótahaldi vegna kórónuveirufaraldursins. Leikirnir munu fara fram fyrir luktum dyrum, rétt eins og í deildinni. Undanúrslitin verða spiluð 11. og 12. júlí.

Fjórðungsúrslitin 27. og 28. júní
Leicester - Chelsea
Newcastle - Manchester City
Sheffield United - Arsenal
Norwich - Manchester United

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert