Brotist inn hjá stjörnu Manchester City

Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez. AFP

Lögreglan í Manchester hefur nú til rannsóknar innbrot inn á heimili knattspyrnumannsins Riyad Mahrez en miklum verðmætum var stolið úr íbúð kappans sem er staðsett í miðbæ Manchester.

Samkvæmt skýrslu lögreglunnar voru dýrir skartgripir og knattspyrnumunir Alsíringsins teknir en enginn var í íbúðinni þegar brotist var inn. Verðmæti þýfisins er talið nema um 500 þúsund pundum sem er um 84 milljónir króna.

Mahrez gekk til liðs við Englandsmeistara City árið 2018 frá Leicester en hann er nú enn einn knattspyrnumaðurinn á Englandi sem verður fyrir innbroti. Fyrr í mánuðinum var brotist inn til Dele Alli, miðjumanns Tottenham, og ráðist að honum með hníf og þá var einnig brotist inn til liðsfélaga hans, Jan Vertonghen skömmu áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert