Arsenal skoraði sex — Pogba og Rashford spiluðu

Leikið var fyrir tómum Emirates-velli.
Leikið var fyrir tómum Emirates-velli. Ljósmynd/Arsenal

Arsenal og Charlton mættust í æfingaleik í knattspyrnu á Emirates-vellinum í London í dag. Leiknum lauk með 6:0-sigri Arsenal, sem er í baráttu um Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni á meðan Charlton er í fallbaráttu í B-deildinni. 

Framherjinn ungi Eddie Nketiah skoraði þrennu og Alexander Lacazette, Pierre-Emerick Aubameyang og Joe Willock skoruðu einnig. Var leikið fyrir luktum dyrum og dæmdu þjálfarateymi liðanna leikinn. 

Leyfilegt er fyrir lið á Englandi að spila æfingaleiki, svo lengi sem leikmenn þurfi ekki að ferðast lengur en í 90 mínútur til að komast á leikstað. Leikmenn verða að ferðast einir á einkabílum. 

Arsenal var ekki eina úrvalsdeildarliðið sem lék í dag því leikmenn Manchester United mættust í æfingaleik sín á milli á Old Trafford heimavelli liðsins. 

Paul Pogba og Marcus Rashford léku báðir í leiknum en þeir voru að glíma við meiðsli áður en kórónuveiran herjaði á Bretlandseyjar. Ættu þeir að vera klárir í slaginn þegar enska úrvalsdeildin fer af stað á ný síðar í mánuðinum. 

Paul Pogba í leiknum í dag.
Paul Pogba í leiknum í dag. Ljósmynd/Manchester United
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert