Frá Bayern til City?

David Alaba er eftirsóttur af sínum fyrrverandi knattspyrnustjóra.
David Alaba er eftirsóttur af sínum fyrrverandi knattspyrnustjóra. AFP

David Alaba, vinstri bakvörður þýska knattspyrnufélagsins Bayern München, er á óskalista Manchester City en það er Guardian sem greinir frá þessu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, þekkir leikmanninn vel en þeir unnu saman hjá Bayern München á árunum 2013 til ársins 2016.

Alaba er orðinn 28 ára gamall en hann er uppalinn hjá Bayern München og hefur leikið með liðinu allan sinn feril. Hann er hins vegar sagður tilbúinn að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi eftir tólf ár í herbúðum þýska félagsins. Alaba hefur byrjað 27 leiki í þýsku 1. deildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað eitt mark og lagt upp eitt mark.

Bakvörðurinn á að baki 381 leik fyrir þýska félagið þar sem hann hefur skorað 30 mörk en hann á að baki 72 landsleiki fyrir Þýskaland þar sem hann hefur skorað 14 mörk. Þýskalandsmeistararnir eru sagðir tilbúnirað selja Alaba í sumar en hann er metinn á 45 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert