Chelsea náði fjórða sætinu á ný

Leikmenn Chelsea fagna fyrsta marki leiksins.
Leikmenn Chelsea fagna fyrsta marki leiksins. AFP

Chelsea er aftur komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sannfærandi 3:0-sigur á Watford á Stamford Bridge í kvöld. Voru Chelsea-menn mun sterkari frá upphafi til enda. 

Franski framherjinn Olivier Giroud kom Chelsea á bragðið á 28. mínútu og Willian tvöfaldaði forskotið úr víti eftir að Étienna Capou keyrði Christian Pulisic niður innan teigs og var staðan í hálfleik 2:0. 

Seinni hálfleikur var rólegri en sá fyrri en Ross Barkley gulltryggði 3:0-sigur með fallegri afgreiðslu innan teigs eftir sendingu César Azpilicueta og Chelsea fagnaði mikilvægum þremur stigum. 

Chelsea er í fjórða sæti með 57 stig, tveimur stigum á undan Manchester United sem tók fjórða sætið tímabundið fyrr í dag. 

Chelsea 3:0 Watford opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert