Rekinn eftir fjórða tapið í röð

Lee Johnson er atvinnulaus.
Lee Johnson er atvinnulaus. AFP

Enska B-deildarfélagið Bristol City rak í gærkvöld Lee Johnson frá störfum en hann hafði stýrt liðinu frá 2016 með góðum árangri. Tap gegn Cardiff í gær var kornið sem fyllti mælinn en það var fjórða tapið í röð. 

Hefur Bristol City alls leikið níu leiki í röð án sigurs og er liðið svo gott sem fallið úr leik í baráttunni um sæti í umspilinu. Er liðið með 55 stig, níu stigum frá sjötta sæti sem gefur þátttökurétt í umspilinu. 

Fékk Johnson landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon til félagsins á sínum tíma, en Hörður lék 52 deildarleiki með liðinu áður en hann samdi við CSKA Moskvu í Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert