Skiptu með sér stigunum í Evrópuslagnum

Jamie Vardy fagnar jöfnunarmarkinu.
Jamie Vardy fagnar jöfnunarmarkinu. AFP

Arsenal og Leicester skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Er Leicester í fjórða sæti með 59 stig, einu stigi frá Chelsea í þriðja sæti og Arsenal í sjöunda sæti með 50 stig. 

Leicester byrjaði af krafti kom var það því gegn gangi leiksins þegar Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eftir huggulega sendingu Bukayo Saka. Tóku Arsenal-menn völdin eftir markið en tókst ekki að bæta við öðru marki og var staðan í hálfleik 1:0. 

Framherjinn ungi Eddie Nketiah kom inn á sem varamaður hjá Arsenal á 71. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar fékk hann beint rautt spjald fyrir ljótt brot á James Justin. Leicester nýtti sér liðsmuninn og Jamie Vardy skoraði jöfnunarmark á 84. mínútu og þar við sat. 

Arsenal 1:1 Leicester opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti átta mínútur í uppbótartíma. Nóg eftir!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert