Manchester United fær frest til 10. ágúst

Jadon Sancho
Jadon Sancho AFP

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Manchester United þarf að taka ákvörðun um hvort það ætli að kaupa sóknarmanninn Jadon Sancho frá Dortmund fyrir 10. ágúst en forráðamenn þýska félagsins ætla ekki að leyfa óvissu að ríkja um framtíð leikmannsins eftir þann tíma.

Sancho hefur lengi verið eitt af aðalskotmörkum Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra United, og hafa fregnir um fyrirhuguð kaup United á leikmanninum orðið sagan endalausa í fjölmiðlum. Enska götublaðið The Mirror segir nú frá því að forráðamenn Dortmund hafi fengið sig fullsadda af orðrómum.

Dort­mund er til­búið að selja leik­mann­inn fyr­ir upp­sett verð en hann kost­ar í kring­um 100 millj­ón­ir punda. United er sagt vilja borga minna, eða um 70 milljónir, fyrir enska landsliðsmanninn sem er aðeins tvítugur að árum. Vilji enska félagið bjóða, verði það hins vegar að gera það fyrir 10. ágúst ella er leikmaðurinn ekki til sölu.

Sancho er upp­al­inn hjá Manchester City. Leikmaður­inn vill sjálf­ur kom­ast aft­ur til Eng­lands eft­ir þrjú ár í Þýskalandi þar sem hann hef­ur slegið í gegn. Hann hef­ur byrjað 25 leiki í þýsku 1. deild­inni á tímb­il­inu þar sem hann hef­ur skorað 17 mörk og lagt upp önn­ur 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert