Virðist ekki eiga framtíð hjá City

John Stones hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar …
John Stones hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans hjá Manchester City. AFP

John Stones, varn­ar­maður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester City, virðist ekki eiga framtíð hjá félaginu en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf það í skyn á blaðamannafundi sínum í gær.

Stones hef­ur eng­an veg­inn staðið und­ir þeim vænt­ing­um sem gerðar voru til hans þegar City keypti hann af Evert­on árið 2016 fyr­ir tæp­lega 50 millj­ón­ir punda. Stones, sem er 26 ára gam­all, hef­ur ekki tek­ist að vinna sér inn fast sæti í liði City og hann hef­ur verið afar mis­tæk­ur und­an­far­in tíma­bil.

„Ég hef sagt það oft áður, og segi það aftur: ég er mjög ánægður með John Stones sem manneskju og atvinnumann. Ég vil það sem er best fyrir hann og við munum ræða saman eftir tímabilið, stundum er það sem ég vill ekki það sem leikmaðurinn vill,“ sagði Guardiola við blaðamenn í gær en Stones hefur aðeins komið við sögu í 12 deildarleikjum City á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert