United sannfærandi eftir umdeildan vítadóm

Frá leiknum á Villa Park í kvöld.
Frá leiknum á Villa Park í kvöld. AFP

Manchester United hafði betur gegn Aston Villa, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Kom fyrsta markið eftir afar umdeildan vítaspyrnudóm en eftir það var United miklu sterkara liðið. 

Aston Villa byrjaði betur og var líklegra liðið til þess að skora framan af, það var því gegn gangi leiksins þegar United fékk víti á 27. mínútu. Portúgalinn Bruno Fernandes virtist þá brjóta á Ezri Konza innan teigs, en í stað þess að fá dæmda á sig aukaspyrnu fékk hann víti sem hann skoraði úr. 

Mason Greenwood bætti við öðru marki United rétt fyrir leikhlé og Paul Pogba gulltryggði 3:0-sigur með marki á 58. mínútu og þar við sat. 

United er í fimmta sæti deildarinnar með 58 stig, en Villa er í slæmum málum í næstneðsta sæti með 27 stig. 

Aston Villa 0:3 Man. Utd opna loka
90. mín. Leik lokið United-menn töluvert sterkari í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert