Getur orðið risastór fyrir Chelsea (myndskeið)

Knattspyrnumaðurinn ungi Christian Pulisic var til umræðu í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport  þar sem þeir Bjarni Þór Viðars­son og Freyr Al­ex­and­ers­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar. Pulisic skoraði í 3:2-sigri Chelsea gegn Crystal Palace í vikunni og hefur vakið verksuldaða athygli fyrir frammistöðu sína undanfarið.

„Næsta leiktíð er gríðarlega spennandi fyrir þennan leikmann,“ sagði Freyr um Bandaríkjamanninn sem hefur verið öflugur undanfarið. Pulisic er búinn að skora níu mörk og gefa átta stoðsendingar á tímabilinu en hann hefur átt stóran þátt í bættu gengi Chelsea undanfarið.

„Hann er þegar orðinn besti knattspyrnumaður Bandaríkjanna nú þegar, 21 árs gamall,“ bætti Tómas við. „Fyrir Chelsea getur hann orðið risastór,“ sagði Bjarni en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert