Niðurstaðan liggur fyrir á mánudag

Framtíð Manchester City í Evrópukeppnum kemur í ljós eftir helgi.
Framtíð Manchester City í Evrópukeppnum kemur í ljós eftir helgi. AFP

Niðurstaðan úr áfrýjun enska knattspyrnufélagsins Manchester City á Evrópukeppnisbanninu sem félagið var úrskurðað í af UEFA liggur fyrir á mánudaginn kemur.   

City áfrýjaði úrskurði UEFA til CAS, Alþjóðaíþrótta­dóm­stólsins. Dómstóllinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag þess efnis að niðurstaðan úr áfrýjuninni væri væntanleg á mánudag. 

UEFA úrskurðaði Manchester City í tveggja ára bann frá þátttöku í Evrópukeppni fyrir brot á fjármálareglum sambandsins. 

City til­kynnti strax að úr­sk­urðinum yrði áfrýjað til CAS. Ef CAS dæm­ir ekki City í hag mun fé­lagið ekki leika í Meist­ara­deild Evr­ópu eða Evr­ópu­deild­inni keppn­is­tíma­bil­in 2020-21 og 2021-22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert