Formaður City óánægður með Guardiola

Pep Guardiola
Pep Guardiola AFP

Stjórn­ar­formaður Manchester City er óánægður með knattspyrnustjórann Pep Guardiola eftir að liðið var ekki nærri því að verja enska meistaratitilinn í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

City hefur náð gríðarlega góðum árangri frá því að Guardiola kom til félagsins sumarið 2016 en liðið varð enskur meistari 2018 og 2019 undir stjórn Spánverjans og hefur unnið alls átta titla. City er aftur á móti 21 stigi á eftir nýkrýndum meisturum Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður City, er ekki sáttur.

„Við erum 21 stigi á eftir Liverpool og formaðurinn er ekki ánægður með mig. Við verðum að gera betur á næsta tímabili og sannfæra stjórnina um hvað við getum á vellinum,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum í dag en City mætir Bournemouth klukkan 17 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert