Fyrirliðinn orðaður við Tottenham eftir fall

Troy Deeney gat ekki komið í veg fyrir fall hjá …
Troy Deeney gat ekki komið í veg fyrir fall hjá Watford. AFP

Enski framherjinn Troy Deeney gæti gengið í raðir Tottenham frá Watford eftir að síðarnefnda liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Watford Observer greinir frá. 

Tottenham lánaði sóknarmanninn unga Troy Parrott til Millwall á dögunum og vill José Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham meiri breidd fram á við. 

Deeney er 32 ára og verður samningslaus eftir næstu leiktíð, en hann hefur verið fyrirliði Watford undanfarin ár. Viðurkenndi Deeney í samtali við Sky Sports að hann væri óviss með framhaldið eftir fallið.  

Framherjinn hefur leikið með Watford frá árinu 2010 og skorað 124 mörk í 368 leikjum í tveimur efstu deildum Englands.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert