Rautt spjald fyrir að hnerra á andstæðing

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, ræðir við dómarann Martin Atkinson.
Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, ræðir við dómarann Martin Atkinson. AFP

Knattspyrnumenn sem viljandi hósta eða hnerra á andstæðing eða dómara eiga að fá gult eða rautt spjald samkvæmt nýrri reglubreytingu enska knattspyrnusambandsins.

Reglan verður í gildi á meðan fótboltaleikir fara fram með takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Ef dómari er viss í sinni sök um að leikmaður hafi með einbeittum vilja og af stuttu færi hóstað framan í leikmann eða dómara eigi að veita honum áminningu eða vísa honum af velli.

Þessi regla verður því í gildi þegar enska úrvalsdeildin hefst aftur 12. september en einnig verður liðum áfram heimilt að skipta fimm sinnum um leikmenn í hverjum leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert