Félögin á öndverðum meiði

Jadon Sancho.
Jadon Sancho. AFP

Knattspyrnufélögin Manchester United og Dortmund eru á öndverðum meiði varðandi verðmat á sóknarmanninum Jadon Sancho.

Sancho, sem skoraði 17 mörk og lagði annað eins upp í þýsku efstu deild­inni á síðustu leiktíð, hef­ur verið sterk­lega orðaður við Manchester United undanfarna mánuði en þýska félagið er sagt vilja 120 milljónir evra fyrir hann. Enskum finnst það full ósanngjarnt, enda ástandið erfitt vegna kórónuveirunnar og þá kostaði hann Dortmund ekki nema tíu milljónir fyrir þremur árum.

Það er BBC sem segir frá þessu en í gær var sagt frá því að leikmaðurinn sjálfur hefur í meginatriðum náð samkomulagi við United. Það er því nú spurning hvort félögin komist að samkomulagi eða haldi áfram að þrefa um verðið. Dortmund er sagt hafa gefið forráðamönnum United frest til 10. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert