Klopp besti þjálfari úrvalsdeildarinnar

Jür­gen Klopp með Englandsmeistarabikarinn.
Jür­gen Klopp með Englandsmeistarabikarinn. AFP

Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool, hefur verið útnefndur þjálfari ársins í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í keppninni í fyrsta sinn í 30 ár.

Eyðimerkurganga Liverpool endaði með glæsibrag er liðið vann sannfærandi sigur í keppninni, endaði 18 stigum fyrir ofan Manchester City. Liverpool er sem stendur ríkjandi heims-, Evrópu- og Englandsmeistari en þó fallið úr keppni í Meistaradeildinni sem lýkur í næstu viku.

Frank Lampard hjá Chelsea, Chris Wilder hjá nýliðum Sheffield United og Brendan Rodgers, stjóri Leicester komu einnig til greina en Klopp hreppti verðlaunin. Í síðasta mánuði var hann val­inn þjálf­ari árs­ins af sam­tök­um þjálf­ara á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert