Tíu tíma knattspyrnuveisla (myndskeið)

Heil umferð verður spiluð í ensku úrvalsdeildinni frá laugardegi til mánudags og eru engir þeirra á sama tíma. Knattspyrnuaðdáendur geta því legið klukkutímunum saman fyrir framan sjónvarpstækin. 

Fyrsti risaleikur tímabilsins fer fram á sunnudag þegar Chelsea og Liverpool eigast við á Stamford Bridge. Dagskráin fram að því verður þétt og hefst hún núna klukkan 11 þegar Everton og West Brom eigast við á Goodison Park. 

Nýliðarnir Leeds og Fulham eigast svo við á Elland Road í fyrsta heimaleik Leeds í efstu deild í 16 ár. Manchester United og Manchester City mæta til leiks eftir frí í fyrstu umferðinni og þá verður Lundúnaslagur er Arsenal og West Ham mætast á Emirates-vellinum. 

Verða allir leikir umferðarinnar í beinni á Símanum sport og þá verður leikur Leeds og Fulham sýndur í beinni útsendingu á mbl.is. 

Laugardagurinn 19. september: 

11:30 Everton - West Brom
14:00 Leeds - Fulham 
16:30 Manchester United - Crystal Palace
19:00 Arsenal - West Ham

Sunnudagurinn 20. september: 

11:00 Southampton - Tottenham
13:00 Newcastle - Brighton
15:30 Chelsea - Liverpool 
18:00 Leicester - Burnley 

Mánudagurinn 21. september: 

17:00 Aston Villa - Sheffield United
19:15 Wolves - Manchester City

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert