Margrét Lára: Andleysi hjá Man. Utd

„Ofboðslegt andleysi yfir þessari frammistöðu og svipað því sem maður sá oft í fyrra,“ sagði gagnrýnin Margrét Lára Viðarsdóttir um afleita frammistöðu Manchester United gegn Crystal Palace á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Margrét Lára var að ræða við þá Frey Alexandersson og Tómas Þór Þórðarson í þættinum Vellinum á Símanum Sport í kvöld en United tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu 3:1 gegn Palace.

Victor Lindelöf og Luke Shaw áttu sérlega slæman dag í vörn United. „Þetta var ekki góður leikur hjá Lindelöf og Luke Shaw ekki með allt á hreinu á fjærstönginni,“ bætti Margrét við og segir Freyr Shaw einfaldlega ekki vera í neinu standi. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.

Wilfried Zaha fagnar á Old Trafford í gær en Harry …
Wilfried Zaha fagnar á Old Trafford í gær en Harry Maguire horfir hnugginn á eftir honum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert