Chelsea bætir við sig markverði

Frank Lampard
Frank Lampard AFP

Edouard Mendy, landsliðsmarkvörður Senegal, er nú í vesturhluta Lundúna þar sem hann er á leið í læknisskoðun hjá Chelsea. 

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti við Eurosport að leikmaðurinn eigi einungis eftir að gangast undir læknisskoðun og Chelsea hefur því náð samkomulagi um kaup á Mendy frá franska liðinu Rennes. 

Talið er að Chelsea greiði um 22 milljónir punda fyrir markvörðinn sem mun berjast um stöðuna við Kepa Arrizabalaga sem ekki hefur þótt standa undir væntingum að undanförnu. 

Forráðamenn Chelsea gátu ekki keypt leikmenn í fyrra en þá var liðið sett í bann fyrir að brjóta reglur um rekstur knattspyrnufélaga. Hafa þeir fengið útrás fyrir verslunarþörfina í sumar og hafa keypt Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell, Malang Sarr, Hakim Ziyech og Thiago Silva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert