Leeds falast eftir spænskum landsliðsmanni

Diego Llorente í landsleik gegn Þjóðverjum í september.
Diego Llorente í landsleik gegn Þjóðverjum í september. AFP

Nýliðarnir í Leeds United hafa byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með látum og reyna nú að ná í öflugan leikmann frá Spáni. 

BBC greinir frá því að Leeds og Real Sociedad séu í viðræðum um möguleg kaup Leeds á miðverðinum Diego Llorente. 

Llorente er 27 ára gamall og getur raunar einnig leikið á miðjunni. Hann var áður hjá Real Madrid en náði ekki að leika nema tvo leiki fyrir aðalliðið. Hann hefur hins vegar leikið 77 leiki fyrir Sociedad og á að baki 5 leiki fyrir spænska landsliðið. 

Ekki fylgir sögunni hvað spænska liðið vill fá fyrir leikmanninn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert