Leeds kaupir spænskan landsliðsmann

Diego Llorente, fyrir miðju, í landsleik Spánar og Þýskalands fyrr …
Diego Llorente, fyrir miðju, í landsleik Spánar og Þýskalands fyrr í þessum mánuði. AFP

Leeds United, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, gengu í dag frá kaupum á spænska landsliðsmanninum Diego Llorente frá Real Sociedad.

Talið er að kaupverðið sé um 18 milljónir punda og Llorente skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Hann er varnarmaður en getur einnig spilað á miðjunni og er 27 ára gamall. Hann er uppalinn hjá Real Madrid og var þar frá níu ára aldri og til ársins 2017 en spilaði aðeins tvo leiki með aðalliði félagsins. 

Með Real Sociedad hefur Llorente leikið 77 leiki í spænsku 1. deildinni og á að baki fimm landsleiki fyrir Spán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert