Markarefurinn tryggði fyrsta sigurinn (myndskeið)

Sout­hampt­on vann sinn fyrsta leik í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í kvöld í þriðju til­raun er liðið lagði Burnley að velli, 1:0, á Turf Moor. Sout­hampt­on var búið að tapa fyrstu tveim­ur leikj­um sín­um og hef­ur Burnley nú tapað báðum sín­um. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sig­ur­markið skoraði markarefurinn Danny Ings af stuttu færi eft­ir und­ir­bún­ing frá Che Adams á fimmtu mín­útu og urðu mörk­in ekki fleiri þrátt fyr­ir ágæt­is risp­ur heima­manna. Íslenski landsliðsmaður­inn Jó­hann Berg Guðmunds­son var ekki í leik­manna­hópi Burnley vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert