Mörkin: Everton með fullt hús stiga

Gylfi Þór Sig­urðsson og fé­lag­ar í Evert­on skelltu sér í topp­sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í dag með því að leggja Crystal Palace að velli, 2:1, á úti­velli. Evert­on er með fullt hús stiga eft­ir þrjár um­ferðir en nokk­ur lið geta jafnað við liðið að stig­um. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Dom­inic Cal­vert-Lew­in kom gest­un­um í for­ystu eft­ir tíu mín­útna leik en Cheik­hou Kouyaté jafnaði met­in með lag­leg­um skalla kort­eri síðar. Evert­on fékk svo víta­spyrnu á 40. mín­útu sem Richarlison skoraði úr og þar við sat.

Íslenski landsliðsmaður­inn kom inn á 76. mín­útu en Gylfi hef­ur komið við sögu af vara­manna­bekkn­um í öll­um þrem­ur deild­ar­leikj­um Evert­on til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert