Snýst ekki um að skjóta í þverslána

Bruno Fernandes (fyrir miðju) fagnar sigurmarki sínu í dag.
Bruno Fernandes (fyrir miðju) fagnar sigurmarki sínu í dag. AFP

„Við gáfum þeim alltof mikið pláss til að spila í, vorum ekki grimmir og fáum á okkur tvö mörk. Við þurfum að gera mikið betur,“ sagði Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, eftir að hann tryggði liðinu 3:2-sigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Portúgalinn skoraði sigurmarkið á tíundu mínútu uppbótartíma og bjargaði United fyrir horn en heimamenn voru öflugir í leiknum og skutu meðal annars fimm sinnum í stöng og þverslá. „Þeir áttu kannski skilið meira úr leiknum en þetta snýst um að skora mörk, ekki skjóta í þverslá. Stundum þarf maður smá heppni,“ sagði Fernandes að lokum í viðtali við BT Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert