Tottenham í átta liða úrslit eftir vítakeppni

Liðsmenn Tottenham fagna í kvöld.
Liðsmenn Tottenham fagna í kvöld. AFP

Tottenham er komið í átta liða úrslit enska deildabikarsins í fótbolta eftir heimasigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum í kvöld. Var staðan eftir venjulegan leiktíma 1:1, en Tottenham var sterkara í vítakeppninni og vann 5:4. 

Timo Werner kom Chelsea yfir með sínu fyrsta marki fyrir liðið á 18. mínútu og var staðan 1:0 allt fram á 83. mínútu þegar Érik Lamela jafnaði eftir undirbúning Sergio Reguilón. Ekki er framlengt í deildabikarnum og réðust úrslitin því í vítakeppni. 

Tottenham skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum í vítakeppninni, en Mason Mount brenndi af í fimmtu spyrnu Chelsea og Tottenham fagnaði því sigri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert