Náttúran kallaði og Mourinho fékk nóg

José Mourinho á hliðarlínunni í leiknum gegn Chelsea.
José Mourinho á hliðarlínunni í leiknum gegn Chelsea. AFP

Tottenham er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir dramatískan sigur í vítakeppni gegn Chelsea á Tottenham Hotspur-vellinum í London í gær.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1 og því var gripið til framlengingar þar sem Tottenham hafði betur.

Á 75. mínútu spretti Eric Dier, varnarmaður Tottenham, inn í klefa en honum varð brátt í brók. Chelsea leiddi með einu marki gegn engu á þessum tímapunkti og eftir nokkrar mínútur fékk José Mourinho, stjóri Tottenham, nóg og rak á eftir Dier inn í klefa.

„Tveir leikir á þremur dögum er ekki auðvelt og það er kannski ástæðan fyrir því að ég varð að fara á klósettið í miðjum leik,“ sagði Dier í samtali við fjölmiðla eftir leik.

„Mourinho var ekki sáttur en það var í raun ekkert sem ég gat gert. Náttúran kallaði bara og þeir fengu vissulega færi eftir þetta en sem betur fer skoruðu þeir ekki,“ bætti Dier við.

„Ég vissi að hann þurfti að fara klósettið og ég fór inn í klefa til þess að reka aðeins á eftir honum. Við vorum einum færri og þeir voru að þrýsta á okkur.

Ég þurfti að ýta á hann en það er ómannlegt að spila tvo leiki á þremur dögum sem útskýrir þessa klósettferð að einhverju leyti,“ bætti Mourinho við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert