Umboðsmaðurinn ósáttur með United

Donny van de Beek fagnar eftir að hafa skorað sitt …
Donny van de Beek fagnar eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir United. AFP

Sjaak Swart, umboðsmaður hollenska knattspyrnumannsins Donny van de Beek, sem leikur með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er ósáttur með lítinn spilatíma Van de Beek á tímabilinu.

Sóknarmaðurinn, sem gekk til liðs við United frá Ajax í sumar fyrir 35 milljónir punda, hefur byrjað einn leik á tímabilinu fyrir United en það var í enska deildabikarnum.

Þá hefur hann tvívegis komið inn á sem varamaður í ensku úrvalsdeildinni og aðeins spilað 24 mínútur en þrátt fyrir það hefur hann skorað eitt mark í deildinni til þessa.

„Ég er ekki hrifinn af því að skjólstæðingur minn sé látinn verma varamannabekkinn,“ sagði Swart í samtali við Voetbal Primeur.

„Sjálfur gæti ég aldrei komið inn á í leik þegar fjórar mínútur eru eftir af honum. Þrátt fyrir það stóð hann sig vel og hann átti stóran þátt í vítaspyrnunni sem United fékk undir restina og skoraði sigurmark sitt úr.

United-menn voru heppnir að tapa þessum leik ekki 7:1. Brighton-menn áttu skot í bæði stöng og slá. Þeir eru með fínasta lið en svona á ekki að geta gerst hjá liði eins og Manchester United,“ bætti umboðsmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert