United þarf að spila miklu betur (myndskeið)

Sérfræðingum Símans Sports þótti frammistaða Manchester United ekki merkileg þegar liðið vann 1:0-sigur á WBA í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn var. Bruno Fernandes skoraði sigurmarkið úr víti í seinni hálfleik.

Bjarni Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport voru sammála um að frammistaða United hafi ekki verið merkileg.

United er hins vegar í ágætum málum og með sigri í leik sem liðið á inni getur það farið upp í fjórða sæti.

Umræðuna um Manchester United má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert