Lykilmaður Everton frá í nokkra mánuði

Lucas Digne í baráttunni við Bobby Decordova-Reid í leik Fulham …
Lucas Digne í baráttunni við Bobby Decordova-Reid í leik Fulham og Everton um síðustu helgi. AFP

Lucas Digne, vinstri bakvörður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, er meiddur og verður frá í tvo til þrjá mánuði. Digne meiddist á ökkla á æfingu í vikunni og þarf að gangast undir aðgerð, sem verður framkvæmd á mánudaginn.

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, segir í samtali við BBC að um mikið áfall sé að ræða fyrir liðið þar sem Digne væri einn af bestu vinstri bakvörðum Evrópu.

Digne hefur átt góðu gengi að fagna með Everton á tímabilinu, þar sem hann hefur lagt upp fjögur mörk í átta leikjum. Auk þess er hann fastamaður í feiknasterku landsliði Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert