Mount var hetjan í grannaslagnum

Mason Mount fagnar sigurmarkinu í kvöld ásamt Tammy Abraham.
Mason Mount fagnar sigurmarkinu í kvöld ásamt Tammy Abraham. AFP

Chelsea vann nauman sigur á nágrönnum sínum í Fulham, 1:0, þegar Vestur-Lundúnaliðin áttust við á heimavelli Fulham, Craven Cottage, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Mason Mount skoraði sigurmark Chelsea á 78. mínútu en Fulham var einum manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Antonee Robinson fékk rauða spjaldið rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Chelsea lyfti sér upp í sjöunda sætið með sigrinum og er með 29 stig, einu minna en Tottenham en jafnmörg og Southampton og West Ham sem eru í áttunda og níunda sætinu. Þá er Chelsea nú aðeins fjórum stigum á eftir Liverpool sem er í öðru sæti.

Fulham er áfram með 12 stig í þriðja neðsta sæti deildarinnar og er fjórum stigum frá því að komast úr fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert