Varnarmaður Liverpool byrjaður að æfa

Joel Matip í leiknum gegn West Brom.
Joel Matip í leiknum gegn West Brom. AFP

Joel Matip æfði með Englandsmeisturum Liverpool á æfingasvæði félagsins í morgun en félagið deildi myndum af æfingunni á samfélagsmiðlum sínum. Eru þetta góðar fréttir úr herbúðum Liverpool sem fær erkifjendur sína í Manchester United í heimsókn á Anfield á morgun.

Það er óvist hvort Matip sé tilbúinn í slaginn á morgun en engu að síður eru þetta góðar fréttir fyrir Liverpool sem hefur átt í miklum vandræðum með varnarmenn sína á tímabilinu. Matip tognaði í nára í 1:1-jafntefli liðsins gegn WBA í lok desember og hefur ekkert getað æft undanfarið. 

Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri Liverpool, var ítrekað spurður um stöðuna á Matip á blaðamannafundi sínum í gær og vildi Þjóðverjinn fá svör gefa. „Finnst ykk­ur það skyn­sam­legt hjá mér að segja ykk­ur að hann muni spila þegar hann hef­ur ekk­ert æft með liðinu?

Ég þarf að sjá hvernig hann stend­ur sig á æf­ingu og hvernig hann bregst við því að hafa ekki spilað í tæp­ar þrjár vik­ur. Við sjá­um hvernig næstu dag­ar þró­ast en hann er ekki eini miðvörður okk­ar og við erum með leik­menn sem geta leyst hann af hólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert