Enginn miðvörður hjá Liverpool gegn United

Fabinho verður í vörninni hjá Liverpool í dag. Sadio Mané …
Fabinho verður í vörninni hjá Liverpool í dag. Sadio Mané er á sínum stað í framlínunni. AFP

Byrjunarlið fyrir stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru komin inn og er þar helst að segja frá að varnarmaðurinn Joel Matip er ekki í leikmannahóp heimamanna. Englandsmeistarar Liverpool mæta því í toppslaginn án þess að vera með eiginlega miðvörð í byrjunarliðinu sínu.

Miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson verða að leysa það hlutverk eins og þeir hafa gert undanfarið. Þá fær Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri tækifæri á miðjunni hjá Liverpool en það er eina breytingin frá tapinu gegn Southampton í síðasta leik, hann kemur inn fyrir Alex-Oxlade Chamberlain.

Manchester United gerir þrjár breytingar frá 1:0-sigrinum gegn Burnley í vikunni. Fred og Scott McTominay koma inn á miðjuna og Victor Lindelöf byrjar í vörninni. Þeir Eric Bailly, Nemanja Matic og Edison Cavani setjast á bekkinn.

Liverpool: (4-3-3) Mark: Alisson. Vörn: Trent Alexander-Arnold, Jordan Henderson, Fabinho, Andrew Robertson. Miðja: Thiago , Georginio Wijnaldum, Xherdan Shaqiri. Sókn: Mo Salah, Roberto Firmino, Sadio Mané.
Varamenn: Caoimhin Kelleher (M), James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain, Curtis Jones, Takumi Minamino, Divock Origi, Rhys Williams, Nathaniel Phillips, Neco Williams .

Man. Utd: (4-5-1) Mark: David de Gea. Vörn: Aaron Wan-Bissaka, Victor Lindelöf, Harry Maguire, Luke Shaw. Miðja: Marcus Rashford, Fred, Bruno Fernandes, Scott McTominay, Paul Pogba. Sókn: Anthony Martial.
Varamenn: Dean Henderson (M), Eric Bailly, Edinson Cavani, Juan Mata, Mason Greenwood, Alex Telles, Nemanja Matić, Donny van de Beek, Axel Tuanzebe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert