Manchester United er aldrei litla liðið

Ole Gunnar Solskjær og Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leik …
Ole Gunnar Solskjær og Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leik liðanna á síðustu leiktíð. AFP

Knattspyrnustjórar Liverpool og Manchester United hafa verið að skjóta hvor á annan í fjölmiðlum undanfarið en erkifjendurnir mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield klukkan 16:30 í dag.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, sagði á blaðamannafundi sínum á föstudaginn að það yrði „áfall fyrir Liverpool“ að tapa gegn sínum mönnum. „Við erum áskorendurnir, þeir eru meistararnir,“ sagði Normaðurinn enn fremur en United er þó topplið deildarinnar með þriggja stiga forystu á Liverpool.

Jür­gen Klopp, ­stjóri Li­verpool, var snöggur að blása á ummæli kollega síns er hann ræddi við blaðamenn fyrir leikinn. „Ég hef verið á Englandi í fimm ár og United er aldrei litla liðið, þeira geta ekki verið lítilmagninn, það er bara þannig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert