Manchester að taka völdin?

Liverpool og Manchester United skiptu með sér stigunum á Anfield …
Liverpool og Manchester United skiptu með sér stigunum á Anfield í gær. AFP

Manchesterborg virðist vera að taka völdin af grönnum sínum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Manchesterliðin United og City eru nú í tveimur efstu sætum deildarinnar eftir leiki gærdagsins, City er með fæst töpuð stig allra liða í deildinni, á meðan Liverpool hefur nú sigið niður í fjórða sætið eftir markaþurrð að undanförnu.

Liverpool er reyndar það lið sem enn hefur skorað flest mörk í deildinni, 37 talsins, en eftir markalausa jafnteflið gegn Manchester United á Anfield í gær hefur Jürgen Klopp og hans mönnum ekki tekist að skora í þremur leikjum í röð í deildinni og gert eitt mark í fjórum leikjum síðan þeir burstuðu Crystal Palace 7:0 rétt fyrir jól.

Tólf leikir í röð án taps

Manchester United er nú ósigrað í tólf leikjum í röð í deildinni og er tveimur stigum á undan Manchester City og Leicester en þremur á undan Liverpool. United átti lengi í vök að verjast á Anfield í gær en hefði getað hirt öll þrjú stigin undir lokin þegar Alisson varði frá Paul Pogba úr dauðafæri. Ole Gunnar Solskjær er greinilega að ná upp miklum stöðugleika hjá Manchester United sem virðist í fyrsta skipti eftir brotthvarf Alex Fergusons vera líklegt til að gera sig virkilega gildandi í baráttunni um enska meistaratitilinn.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert