Markahæsti leikmaður Leicester á leið í aðgerð

Jamie Vardy er á leið í aðgerð og missir af …
Jamie Vardy er á leið í aðgerð og missir af næstu leikjum Leicester. AFP

Jamie Vardy, framherji enska knattspyrnufélagsins Leicester, er á leið í aðgerð vegna kviðslits og mun því missa af næstu leikjum liðsins.

Það er BBC sem greinir frá þessu en Vardy er markahæsti leikmaður Leicester á tímabilinu með ellefu mörk.

Þáer framherjinn fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni ásamt Bruno Fernandes og Dominic Calvert-Lewin.

Vardy er hefur leikið átján leiki með Leicester á leiktíðinni en liðið er með 38 stig í þriðja sæti deildarinnar.

BBC greinir frá því að Vardy verði frá næstu vikurnar en hann er orðinn 34 ára gamall.

Þrátt fyrir það hefur hann verið hættulegasti leikmaður Leicester, undanfarin ár, en hann hefur skorað 143 mörk í 330 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum frá árinu 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert