Pogba skýtur föstum skotum

Samband José Mourinho og Paul Pogba var afar sérstakt.
Samband José Mourinho og Paul Pogba var afar sérstakt. AFP

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba skaut föstum skotum á fyrrverandi knattspyrnustjóra sinn José Mourinho í viðtali við Sky Sports í dag.

Mourinho keypti Pogba til United sumarið 2016 fyrir 89 milljónir punda en Pogba var þá dýrasti knattspyrnumaður heims.

Mourinho var rekinn frá United haustið 2019 en samband Pogba og Mourinhos var ekki gott þegar Portúgalinn var látinn taka pokann sinn.

„Samband mitt við Ole [Gunnar Solskjær] er allt öðruvísi,“ sagði Pogba í samtali við Sky Sports.

„Solskjær myndi aldrei fara í stríð við eigin leikmenn. Hann setur menn kannski á bekkinn en hann gefur mönnum tækifæri til þess að bæta sig. Hann útilokar engan og það er stærsti munurinn á Ole og Mourinho.

Ég átti mjög gott samband við Mourinho og það sáu það allir en svo allt í einu breyttist það. Ég veit ekki hvað gerðist en þetta var allt saman mjög skrítið,“ bætti Pogba við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert