Benítez að snúa aftur til Liverpool

Rafael Benítez er að taka við Everton í Bítlaborginni.
Rafael Benítez er að taka við Everton í Bítlaborginni. AFP

Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benítez er að snúa aftur til Liverpool til þess að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Það er BBC sem greinir frá þessu.

Everton hefur verið án stjóra síðan Carlo Ancelotti lét af störfum fyrr í þessum mánuði til þess að taka við stórliði Real Madrid á Spáni.

Fjölskylda Benítez býr í Liverpool og hefur búið þar síðan Benítez var knattspyrnustjóri Liverpool frá árinu 2004 til ársins 2010.

Hann gerði Liverpool að Evrópumeisturum árið 2005 og þá varð liðið bikarmeistari undir hans stjórn árið 2006.

BBC greinir frá því að Benítez hafi átt þrjá fundi með forráðamönnum Everton og muni að öllum líkindum skrifa undir samning við félagið um helgina.

Benítez, sem er 61 árs gamall, hefur stýrt stórliðum á borð við Valencia, Real Madrid, Chelsea og Inter Mílanó á ferlinum en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er leikmaður Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert