Rúnar Alex á leið til Tyrklands?

Rúnar Alex Rúnarsson er leikmaður Arsenal.
Rúnar Alex Rúnarsson er leikmaður Arsenal. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu er sagður vera á leiðinni frá Arsenal til tyrkneska félagsins Altay sem leikur í úrvalsdeildinni þar í landi.

Fregnir af þessu eru óstaðfestar en hafa birst á twittersíðum í bæði Tyrklandi og Englandi í dag. 

Altay hafnaði í fimmta sæti tyrknesku B-deildarinnar á síðasta tímabili en vann sér síðan úrvalsdeildarsæti með því að bera sigur úr býtum í umspili.

Arsenal keypti Rúnar Alex af Dijon í Frakklandi í september 2020. Hann lék sex mótsleiki með félaginu á síðasta tímabili, fjóra þeirra í Evrópudeildinni, einn í úrvalsdeildini og einn í deildabikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert