Eiður Smári orðaður við Swansea

Eiður Smári Guðjohnsen er orðaður við Swansea.
Eiður Smári Guðjohnsen er orðaður við Swansea. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá velska liðinu Swansea sem leikur í ensku B-deildinni.

Steve Cooper sagði starfi sínu lausu hjá Swansea í vikunni og félagið leitar félagið nú að nýjum stjóra.

Enskir veðbankar segja Eddie Howe og Frank Lampard líklegasta til að taka við liðinu og á eftir þeim eru Andy Scott og Jody Morris. Þar á eftir koma Eiður Smári og Chris Wilder.

Eiður var þjálfari U21 árs landsliðsins og síðan FH eftir að leikmannaferlinum lauk, en hann hefur síðustu mánuði verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar hjá A-landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert