Fyrsti sigur Liverpool

Mo Salah með boltann í kvöld.
Mo Salah með boltann í kvöld. Ljósmynd/Liverpool

Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool vann sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu er liðið vann Mainz á Untersberg-vellinum í Grödig í Austurríki, 1:0. Sigurmarkið kom á 86. mínútu er Luca Kilian varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Liverpool stillti upp sterkum leikmönnum á borð við Trent Alexander-Arnold, Ibrahima Konaté, Joel Matip, James Milner, Mo Salah og Saio Mané í byrjunarliðinu.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þekkir vel til Mainz því hann var knattspyrnustjóri liðsins frá 2001 til 2008, eða þar til hann tók við Dortmund, áður en hann tók við Liverpool. 

Leikurinn var sá þriðji hjá Liverpool á undirbúningstímabilinu en liðið gerði 1:1-jafntefli við Wacker Innsbruck í fyrsta leik, eins og gegn Stuttgart í þeim næsta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert