Landsliðsmaður að yfirgefa Liverpool

Harry Wilson, númer 8, fagnar marki Wales á EM.
Harry Wilson, númer 8, fagnar marki Wales á EM. AFP

Velski knattspyrnumaðurinn Harry Wilson er að yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið og ganga í raðir Fulham í B-deildinni.

Fulham greiðir 12 milljónir punda fyrir Wilson, sem var að láni hjá Cardiff í B-deildinni á síðustu leiktíð og lék 38 leiki.

Wilson, sem er 24 ára, lék aðeins tvo leiki með aðalliði Liverpool. Hann hefur verið lánaður síðustu tímabil til Crewe, Hull, Derby, Bournemouth og loks Cardiff. Wilson hefur skorað fimm mörk í 29 landsleikjum með Wales.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert