Fyrsta markið eftir höfuðkúpubrot

Raúl Jiménez kátur eftir leikinn í dag.
Raúl Jiménez kátur eftir leikinn í dag. Ljósmynd/Wolves

Mexíkóski knattspyrnumaðurinn Raúl Jiménez skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir Wolves síðan hann höfuðkúpubrotnaði í leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Sóknarmaðurinn gerði mark liðsins í 1:1-jafntefli gegn Stoke í undirbúningsleik fyrir komandi tímabil.

Jiménez höfuðkúpu­brotnaði í leik Úlf­anna gegn Arsenal í ensku úr­vals­deild­inni fyr­ir átta mánuðum og fyrst um sinn var ekki ljóst hvort hann myndi geta spilað knatt­spyrnu aft­ur.

Hann gekkst und­ir aðgerð vegna brots­ins og þó að lækn­ar hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að Raúl hafi ekki beðið var­an­leg­an heilaskaða mun hann þurfa að spila með ör­ygg­is­hjálm það sem eft­ir lif­ir leik­­fer­ils hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert