Öruggt hjá Liverpool – City missteig sig – Arsenal vann

Mo Salah skoraði annað mark Liverpool.
Mo Salah skoraði annað mark Liverpool. AFP

Liverpool er eitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 13 stig eftir fimm leiki en liðið vann 3:0-heimasigur á Crystal Palace á Anfield í dag.

Sadio Mané kom Liverpool á bragðið á 43. mínútu með marki af stuttu færi og var staðan í hálfleik 1:0. Mo Salah bætti við öðru marki Liverpool á 78. mínútu og Naby Keita gulltryggði 3:0-sigur með fallegu marki á 89. mínútu.

Manchester City missti af stigum í toppbaráttunni þar sem liðinu tókst ekki að skora á móti Southampton á heimavelli, en lokatölur urðu 0:0. City var sterkari aðilinn allan leikinn og Raheem Sterling kom boltanum í markið í uppbótartíma en það fékk ekki að standa. City er með tíu stig eftir fimm leiki.

Martin Ødegaard skorar sigurmark Arsenal beint úr aukaspyrnu.
Martin Ødegaard skorar sigurmark Arsenal beint úr aukaspyrnu. AFP

Norðmaðurinn Martin Ødegaard var hetja Arsenal en hann gerði sigurmark liðsins í naumum 1:0-útisigri á Burnley. Markið kom á 30. mínútu og var í huggulegri kantinum, beint úr aukaspyrnu. Eftir erfiða byrjun hefur Arsenal nú unnið tvo leiki í röð, báða 1:0.

Þá vann Watford 3:1-útisigur á Norwich í nýliðaslag. Emmanuel Dennis kom Watford yfir á 17. mínútu en Teemu Pukki sá til þess að staðan í hálfleik var 1:1 með marki á 35. mínútu.

Ismaïla Sarr var hinsvegar hetjan í seinni hálfleik því hann kom Watford aftur yfir á 63. mínútu og gulltryggði 3:1-sigur með sínu öðru marki og þriðja marki Watford á 80. mínútu og þar við sat.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City grautfúll í leikslok.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City grautfúll í leikslok. AFP
Liverpool 3:0 Crystal Palace opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert